Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Hjulmand hættur með danska landsliðið (Staðfest)
Hjulmand er hættur með danska landsliðið.
Hjulmand er hættur með danska landsliðið.
Mynd: EPA
Danmörk er í leit að nýjum landsliðsþjálfara en Kasper Hjulmand er hættur með liðið eftir fjögurra ára starf.

Hans síðasti leikur við stjórnvölinn var tapið gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum EM.

Hjulmand er 52 ára og er fyrrum stjóri Nordsjælland, Mainz og Lyngby. Hann tók við danska landsliðinu af Age Hareide árið 2020.

Danir komust í undanúrslit EM alls staðar en féllu úr leik í undanúrslitum. Miklar væntingar voru svo til liðsins fyrir HM í Katar 2022 en þar endaði það í neðsta sæti riðils síns.

Í tilkynningu segir Hjulmand það hafa verið heiður að hafa gegnt starfinu og danska fótboltasambandið segir leit hafna af næsta landsliðsþjálfara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner