Danmörk er í leit að nýjum landsliðsþjálfara en Kasper Hjulmand er hættur með liðið eftir fjögurra ára starf.
Hans síðasti leikur við stjórnvölinn var tapið gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum EM.
Hjulmand er 52 ára og er fyrrum stjóri Nordsjælland, Mainz og Lyngby. Hann tók við danska landsliðinu af Age Hareide árið 2020.
Hans síðasti leikur við stjórnvölinn var tapið gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum EM.
Hjulmand er 52 ára og er fyrrum stjóri Nordsjælland, Mainz og Lyngby. Hann tók við danska landsliðinu af Age Hareide árið 2020.
Danir komust í undanúrslit EM alls staðar en féllu úr leik í undanúrslitum. Miklar væntingar voru svo til liðsins fyrir HM í Katar 2022 en þar endaði það í neðsta sæti riðils síns.
Í tilkynningu segir Hjulmand það hafa verið heiður að hafa gegnt starfinu og danska fótboltasambandið segir leit hafna af næsta landsliðsþjálfara.
Athugasemdir