Manchester United hefur unnið baráttuna um Chidozie-Obi Martin en hann kemur til félagsins frá Arsenal. Þetta kemur fram á ESPN.
Obi-Martin er 16 ára gamall sóknarmaður sem fæddur er í Danmörku en hann kom til Arsenal þegar hann var aðeins 14 ára gamall.
Hann vakti athygli á síðustu leiktíð með U16 ára liði Arsenal er hann skoraði tíu mörk í 14-3 sigri á Liverpool og síðan sjö mörk í 9-0 sigri á Norwich með U18 ára liðinu.
Framherjinn var fenginn til að æfa með aðalliði Arsenal í nóvember og hefur haldið áfram að heilla með U17 ára landsliði Danmerkur en hann var valinn í lið mótsins á EM í síðasta mánuði.
Hann hefur einnig spilað fyrir U16 ára landslið Englands, en vegna ættartengsla á hann einnig möguleika á að spila fyrir Nígeríu.
ESPN segir þennan efnilega leikmann nú á leið til Manchester United. Hann hafnaði bæði Borussia Dortmund og Bayern München.
United gerði allt til að fá leikmanninn en hann skoðaði æfingasvæði félagsins í gær og fóru þjálfararnir Ruud van Nistelrooy og Steve McClaren með leikmanninn í sérstaka kynnisferð um svæðið.
Athugasemdir