Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 10:23
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd
Powerade
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Verðmiðinn á Guehi er of hár, að mati Arsenal.
Verðmiðinn á Guehi er of hár, að mati Arsenal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
West Ham er í viðræðum um að fá N'Golo Kante aftur í enska boltann og verðmiðinn á Marc Guehi er of hár að mati Arsenal. Þetta er meðal þess sem er í slúðurpakka dagsins.

West Ham er í viðræðum um að fá franska miðjumanninn N'Golo Kante (33) frá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Franski landsliðsmaðurinn gæti kostað um 20 milljónir punda. (Guardian)

Tottenham ætlar sér að skáka Fulham í baráttu um Scott McTominay (27) skoska miðjumanninn hjá Manchester United. (Sun)

Fulham vill fá brasilíska miðjumanninn Andre (23) frá Fluminense. Honum er ætlað að leysa portúgalska landsliðsmanninn Joao Palhinha (29) af eftir að hann fór til Bayern München. (Standard)

Arsenal ætlar að binda enda á áhuga sinn á enska varnarmanninum Marc Guehi (24) þar sem Crystal Palace krefst þess að fá yfir 70 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. (Mirror)

Búist er við að Brentford lækki uppsett verð sitt í minna en 50 milljónir punda fyrir enska framherjann Ivan Toney (28) vegna áhugaleysis. (Sun)

Manchester United hefur enn áhuga á úrúgvæska miðjumanninum Manuel Ugarte (23) hjá Paris St-Germain. (Sky Sports)

Tottenham hefur verið í daglegu sambandi við fulltrúa kanadíska framherjans Jonathan David (24) þar sem enska félagið íhugar að leggja fram tilboð til Lille. (Football Insider)

Chelsea ætlar að verðlauna enska framherjann Cole Palmer (22) með betri smaning í kjölfar glæsilegrar frammistöðu hans á síðasta tímabili. (Telegraph)

QPR hefur áhuga á Sarpreet Singh (25), fyrrverandi kantmanni Bayern München og landsliðsmanni Nýja-Sjálands. (Football Insider)

Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori (22) hefur verið beðinn um að mæta á undirbúningstímabilið hjá Bologna þar sem Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um kaupverð. (Evening Standard)

Chelsea hefur leitað til RC Lens um að fá framherjann Elye Wahi (21) eftir misheppnaða tilraun til að fá Frakkann síðasta sumar. (L'Equipe)

Lyon er sagt ætla að tilkynna um kaup á framherja Southampton, Alejandro Gomes Rodriguez (16), eftir að enski unglingalandsliðsmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning. (Fabrizio Romano)

Sagt er að Chelsea hafi sent fyrirspurn til Paris St-Germain varðandi portúgalska framherjann Goncalo Ramos (23) og franska framherjann Randal Kolo Muani (25). (HITC)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner