Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Vill tafarlausa launahækkun fyrir Yamal
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Lamine Yamal hefur framið á að Lamine Yamal fái samstundist launahækkun hjá Barcelona.

Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes er með Yamal á sínum snærum og vill að Yamal, sem er eitt stærsta nafnið í bransanum eftir að hafa slegið í gegn á EM, fái hærri laun.

Yamal er sautján ára en táningurinn skoraði fallegt mark gegn Frakklandi í undanúrslitum og hjálaði Spánverjum að fara alla leið og vinna keppnina.

Barcelona var með áætlun um að gefa honum hærri laun 2026, árið sem samningur hans rennur út. Félagið er með munnlegt samkomulag um að lengja samninginn þá til 2030.

Capology segir að Yamal sé á 27 þúsund pundum á viku (4,8 milljónum íslenskra króna) en til samanburðar fær Frenkie de Jong 600 þúsund pund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner