Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 20. júlí 2024 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Everton ætlar ekki að lækka verðmiðann á Branthwaite
Mynd: Getty Images
Ekkert hefur breyst hjá Everton varðandi enska varnarmaninn Jarrad Branthwaite og heldur það sig áfram við 70-80 milljóna punda verðmiðann.

Everton hefur þegar hafnað tveimur tilboðum Manchester United í Branthwaite en seinna boðið nam rúmum 50 milljónum punda.

United var svo gott sem búið að gefa upp alla von eða þangað til Friedkin-Group ákvað að draga sig úr viðræðum um kaup á Everton.

Skuldastaða Everton þótti mikið áhyggjuefni og því ákvað fjárfestingahópurinn að hætta við kaupin. Þarna sá United tækifæri og möguleika á því að Everton væri til í að sætta sig við lægri upphæð, en svo er ekki.

Athletic segir að Everton sættir sig ekki við minna en 70-80 milljónir punda fyrir Branthwaite.

United mun því líklegast leita annað en það er ekki reiðubúið að greiða þessa upphæð. Matthijs De Ligt, varnarmaður Bayern München, hefur verið orðaður við United síðustu daga.

Bayern hefur sett 42 milljóna punda verðmiða á De Ligt sem hefur einnig verið á mála hjá Juventus og Ajax.
Athugasemdir
banner