Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 20. júlí 2024 15:26
Ívan Guðjón Baldursson
Fabregas ráðinn sem aðalþjálfari - Moreno kominn (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Como er búið að staðfesta ráðningu á Cesc Fábregas sem nýjum aðalþjálfara félagsins eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari á síðustu leiktíð.

Fabregas starfaði í raun sem aðalþjálfari liðsins en mátti ekki vera ráðinn sem slíkur þar sem hann hafði ekki lokið fullnægjandi þjálfaranámi.

Hann hefur núna lokið því námi og getur verið ráðinn sem aðalþjalfari. Fabregas er 37 ára og gerir fjögurra ára samning við Como, en hann átti farsælan fótboltaferil þar sem hann lék fyrir Barcelona, Arsenal, Chelsea og Mónakó áður en hann lauk ferlinum hjá Como og keypti hlut í félaginu.

Fabregas gerði flotta hluti hjá Como á síðustu leiktíð og kom liðinu upp í efstu deild á Ítalíu eftir rúmlega 20 ára fjarveru.

Fabregas vann urmul titla á ferli sínum sem leikmaður, meðal annars tvö Evrópumót og eitt heimsmeistaramót með Spáni.

Osian Roberts var aðalþjálfari hjá Como á síðustu leiktíð en hann hefur verið færður í stöðu yfirmanns þróunarmála hjá félaginu.

Como hefur verið afar duglegt á leikmannamarkaðinum í sumar og er búið að bæta spænska vinstri bakverðinum Alberto Moreno við leikmannahópinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner