Como er búið að staðfesta ráðningu á Cesc Fábregas sem nýjum aðalþjálfara félagsins eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari á síðustu leiktíð.
Fabregas starfaði í raun sem aðalþjálfari liðsins en mátti ekki vera ráðinn sem slíkur þar sem hann hafði ekki lokið fullnægjandi þjálfaranámi.
Hann hefur núna lokið því námi og getur verið ráðinn sem aðalþjalfari. Fabregas er 37 ára og gerir fjögurra ára samning við Como, en hann átti farsælan fótboltaferil þar sem hann lék fyrir Barcelona, Arsenal, Chelsea og Mónakó áður en hann lauk ferlinum hjá Como og keypti hlut í félaginu.
Fabregas gerði flotta hluti hjá Como á síðustu leiktíð og kom liðinu upp í efstu deild á Ítalíu eftir rúmlega 20 ára fjarveru.
Fabregas vann urmul titla á ferli sínum sem leikmaður, meðal annars tvö Evrópumót og eitt heimsmeistaramót með Spáni.
Osian Roberts var aðalþjálfari hjá Como á síðustu leiktíð en hann hefur verið færður í stöðu yfirmanns þróunarmála hjá félaginu.
Como hefur verið afar duglegt á leikmannamarkaðinum í sumar og er búið að bæta spænska vinstri bakverðinum Alberto Moreno við leikmannahópinn.
Como 1907 is delighted to confirm that @cesc4official will become head coach of the men’s team on a four-year contract.
— Como1907 (@Como_1907) July 19, 2024
As planned @Osian_Roberts will now be fully focused on his role as Head of Development for Como 1907, tasked with creating a Como Culture within the… pic.twitter.com/4bs11jPIVu
Athugasemdir