Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 20. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lazio fær Castrovilli frá Fiorentina (Staðfest) - Síðustu ár verið honum erfið
Gaetano Castrovilli er kominn til Lazio
Gaetano Castrovilli er kominn til Lazio
Mynd: Getty Images
Lazio hefur gengið frá kaupum á ítalska miðjumanninum Gaetano Castrovilli frá Fiorentina en hann gerir þriggja ára samning við Rómarliðið.

Castrovili er 27 ára gamall og hefur lítið spilað síðan tímabilið 2020-2021.

Hann hefur gengið í gegnum erfið hnémeiðsli sem hafa haldið honum frá vellinum.

Síðustu þrjú tímabil hefur hann aðeins spilað 60 leiki í öllum keppnum.

Á síðustu leiktíð missti hann af stærstum hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla og sömu sögu er að segja frá 2021-2022.

Lazio hefur samt ákveðið að kaupa hann frá Fiorentina og vonast nú til þess að meiðslavandræði hans heyri sögunni til.
Athugasemdir
banner
banner