Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
banner
   lau 20. júlí 2024 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Rangnick hafði rétt fyrir sér
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að forveri hans, Ralf Rangnick, hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að United þyrfti að fara í opna hjartaskurðaðgerð til þess að laga vandamál félagsins.

Allt gekk á afturfótunum hjá United tímabilið 2021-2022. Rangnick stýrði liðinu tímabundið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara.

Félagið og liðið var á slæmum stað og sagði Rangnick í apríl 2022 að félagið þyrfti að fara í opna hjartaskurðaðgerð. Kom hann þá inn á að einn maður gæti ekki leyst öll vandamál klúbbsins.

United vann aðeins ellefu leiki á þessum sjö mánuðum undir stjórn Rangnick en hann stýrði liðinu í alls 29 leikjum.

„Rangnick hafði rétt fyrir sér. Við höfum lagt ótrúlega vinnu í þetta síðustu tvö árin en þetta var hárrétt orðað hjá honum. Þetta er ítarleg og og flókin aðgerð, og ég vissi að þetta yrði erfitt þegar ég tók við starfinu“ sagði Ten Hag við AD.

Ten Hag hefur fengið gagnrýni fyrir fyrstu tvö árin, en samt skilað tveimur titlum. Það er þó tilfinning fyrir því að andrúmsloftið sé jákvæðara eftir að Sir Jim Ratcliffe keypti 27,7 prósent hlut í félaginu.

Mikil endurnýjun hefur verið á starfsfólki inann félagsins og virðist nú allt á leið í rétt horf. United hefur gert skynsamleg kaup á markaðnum, en þeir Joshua Zirkzee og Leny Yoro komu til félagsins á dögunum. Zirkzee er 23 ára framherji sem var keyptur á 35 milljónir punda og Yoro 18 ára miðvörður sem kom fyrir tæpar 60 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner
banner