Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimildarþættir gerðir um liðið hjá Rooney og Guðlaugi Victori
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Goðsögnin Wayne Rooney tók við stjórnartaumunum hjá Plymouth Argyle síðastliðið sumar.

Núna hefur það verið opinberað að það sé von á heimildarþætti um tímabilið hjá Plymouth.

Það er hins vegar ekki enn vitað hvenær þættirnir munu koma út.

Rooney, sem er einn besti fótboltamaður sem Englendingar hafa átt, hefur stýrt Plymouth í 15 leikjum í Championship-deildinni og hafa fjórir þeirra unnist.

Guðlaugur Victor Pálsson er á meðal leikmanna Plymouth.

Heimildarþættir um fótboltafélög hafa skapað sér stórt pláss síðustu árin en líklega eru þekktustu þættirnir um Wrexham og Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner