Ekki er útlit fyrir að neinn leikmaður verði kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Wales annað kvöld.
Logi Tómasson tekur út leikbann og Aron Einar Gunnarsson meiddist í Svartfjallalandi. Þjálfarateymið skoðaði það að kalla inn mann í hópinn en samkvæmt Ómari Smárasyni fjölmiðlafulltrúa KSÍ er ekki útlit fyrir að það verði gert.
Logi Tómasson tekur út leikbann og Aron Einar Gunnarsson meiddist í Svartfjallalandi. Þjálfarateymið skoðaði það að kalla inn mann í hópinn en samkvæmt Ómari Smárasyni fjölmiðlafulltrúa KSÍ er ekki útlit fyrir að það verði gert.
Jóhann Berg Guðmundsson verður með fyrirliðabandið á morgun og hann verður með Age Hareide á fréttamannafundi á Cardiff City leikvangnum í dag.
Jóhann Berg mun leika sinn 99. landsleik en leikjahæsti landsliðsmaðurinn er Birkir Bjarnason með 113 leiki.
Aron Einar Gunnarsson lék sinn 104. landsleik í Svartfjallalandi og er næstleikjahæstur ásamt Rúnari Kristinssyni.
Ísland mun með sigri á morgun enda í öðru sæti riðilsins, jafntefli eða tap og þriðja sæti verður niðurstaðan. Annað sætið gefur umspil um sæti í A-deild en þriðja sætið umspil um að halda sér í B-deild.
Wales hefur einnig að miklu að keppa, liðið getur endað númer eitt, tvö eða þrjú í riðlinum. Það er því fróðlegur úrslitaleikur framundan.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 5 | 3 | 2 | 0 | 8 - 3 | +5 | 11 |
2. Wales | 5 | 2 | 3 | 0 | 5 - 3 | +2 | 9 |
3. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 9 - 9 | 0 | 7 |
4. Svartfjallaland | 5 | 0 | 0 | 5 | 1 - 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir