Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kounde refsað ítrekað fyrir að vera óstundvís
Jules Kounde.
Jules Kounde.
Mynd: Getty Images
Jules Kounde, varnarmaður Barcelona, hefur oftar en einu sinni misst sæti sitt í liði Barcelona á þessu tímabili vegna óstundvísi.

Hansi Flick, stjóri Barcelona, er gríðarlega strangur og hjá honum komast menn ekki upp með neitt múður.

Hann leggur mikla áherslu á að menn mæti á réttum tíma en Kounde hefur oftar en einu sinni mætt seint og út af því misst sæti sitt í liðinu.

AS á Spáni fjallar um málið en Flick á að hafa sagt við Kounde: „Þegar ég segi 13:30, þá meina ég 13:30."

Barcelona hefur leikið frábærlega á þessu tímabili og situr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir