Stjarnan hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er að Valur sé að kaupa Hrafnhildi Sölku Pálmadóttur.
„Stjarnan og Valur hafa komist að samkomulagi um kaup á Hrafnhildi Sölku Pálmadóttur. Við þökkum Hrafnhildi fyrir sinn tíma í bláu treyjunni og óskum henni góðs gengis á nýjum stað!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.
„Stjarnan og Valur hafa komist að samkomulagi um kaup á Hrafnhildi Sölku Pálmadóttur. Við þökkum Hrafnhildi fyrir sinn tíma í bláu treyjunni og óskum henni góðs gengis á nýjum stað!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.
Hrafnhildur Salka, sem er fædd árið 2008, lék tíu leiki með Stjörnunni í deild og bikar á síðasta tímabili.
Hún lék einnig með HK í Lengjudeildinni á láni seinni hluta síðustu leiktíðar.
Kristján Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Vals, þekkir Hrafnhildi Sölku vel eftir að hafa þjálfað hana í Stjörnunni.
Valur hafnaði í öðru sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.
Athugasemdir