Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 13:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur kaupir Hrafnhildi Sölku (Staðfest)
Hrafnhildur Salka í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili.
Hrafnhildur Salka í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er að Valur sé að kaupa Hrafnhildi Sölku Pálmadóttur.

„Stjarnan og Valur hafa komist að samkomulagi um kaup á Hrafnhildi Sölku Pálmadóttur. Við þökkum Hrafnhildi fyrir sinn tíma í bláu treyjunni og óskum henni góðs gengis á nýjum stað!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Hrafnhildur Salka, sem er fædd árið 2008, lék tíu leiki með Stjörnunni í deild og bikar á síðasta tímabili.

Hún lék einnig með HK í Lengjudeildinni á láni seinni hluta síðustu leiktíðar.

Kristján Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Vals, þekkir Hrafnhildi Sölku vel eftir að hafa þjálfað hana í Stjörnunni.

Valur hafnaði í öðru sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner