Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afar heitt undir landsliðsþjálfara Belgíu
Domenico Tedesco.
Domenico Tedesco.
Mynd: EPA
Mikil pressa er á Domenico Tedesco, landsliðsþjálfara Belgíu, eftir að hans menn töpuðu 1-0 gegn Ísrael í Þjóðadeildinni.

Belgar hafa aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum sínum og rétt sluppu við fall úr A-deild í Þjóðadeildinni.

Gagnrýnisraddirnar eru háværar gagnvart Tedesco en hann telur áfram að hann sé rétti maðurinn fyrir starfið.

„Ég treysti á mína eiginleika. Ég treysti á teymið mitt, á leikmennina. Ég treysti á fólkið í kringum mig. Ég veit hversu mikið ég legg á mig," sagði Tedesco.

Ef belgíska fótboltasambandið vill reka Tedesco þá fá hann og aðstoðarþjálfarar hans 750 þúsund evrur í starfslokasamning. Það eru um 113 milljónir íslenskra króna.
Athugasemdir
banner