Hinn litríki Ian Holloway tók nýverið við stjórn Swindon Town sem er í fallbaráttu í ensku D-deildinni.
Það hefur ekki gengið vel hjá Swindon en Holloway vill meina að það tengist æfingasvæði félagsins. Hann vill meina að það sé andsetið og þar séu draugar á ferli.
Það hefur ekki gengið vel hjá Swindon en Holloway vill meina að það tengist æfingasvæði félagsins. Hann vill meina að það sé andsetið og þar séu draugar á ferli.
Holloway segir að það sé eitthvað skrítið í gangi eftir að Ollie Clarke meiddist illa á æfingu.
„Það er kirkjugarður einhvers staðar nálægt. Ég er ekki að grínast," sagði Holloway.
Holloway ætlar að biðja eiginkonu sína að mæta á svæðið og hreinsa það af þeim öndum sem eru að hafa slæm áhrif að hans sögn.
Athugasemdir