Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júní 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Oliver: Jafntefli er ekki ásættanlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Breiðablik mætast í stórleik 9. umferðar í Pepsi-deild karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kaplakrikavelli.

Breiðablik sem er eina taplausa liðið í deildinni mætir FH sem er á toppi deildarinnar. Breiðablik duttu úr leik í bikarnum á fimmtudaginn eftir framlengdan leik við 1. deildarlið KA.

„Við erum búnir að sitja bikarinn á hilluna núna. Við breytum ekki hlutunum eftir á. Við erum tilbúnir í leikinn í kvöld," sagði Oliver Sigurjónsson miðjumaður Blika sem var hvíldur í bikarleiknum á fimmtudaginn.

„Þó við höfum spilað 120 mínútur þá er það engin afsökun til að spila ekki flottan leik. Við erum 100% klárir og ætlum okkur þrjú stig."

Oliver segist ekki sætta sig við annað en sigur í kvöld.

„Mér finnst ekki ásættanlegt að gera jafntefli. Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Það er klisjukennt að segja það, en svoleiðis er það bara. Markmið okkar er að vinna FH eins og að vinna hver önnur lið í deildinni. Ég yrði ekki sáttur með jafntefli, en ef það verður niðurstaðan þá tökum við það stig."

Oliver vonast til að fólk fjölmenni á völlinn enda sé um að ræða stórleik.

„Þetta er leikur milli tveggja efstu liðanna í deildinni eins og stendur. Mögulega tvö best spilandi liðin í deildinni. Þetta verður skemmtun, það getur ekki annað verið," sagði miðjumaðurinn að lokum í samtali við Fótbolta.net fyrir helgi.
Athugasemdir
banner
banner