Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   sun 21. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Erilsamar vikur framundan hjá PSG
Mynd: EPA
Næstu vikur verða erilsamar hjá franska félaginu Paris Saint-Germain en félagið stefnir að því að fá þrjá leikmenn.

PSG er í viðræðum við Napoli um nígeríska framherjann Victor Osimhen.

Osimhen hefur þegar náð munnlegu samkomulagi við PSG og er nú verið að ræða kaupverð en talið er að PSG muni greiða allt að 100 milljónir evra fyrir hann.

Georgíumaðurinn Kvicha Kvaratskhelia er einnig sagður á förum frá Napoli og er líklegast að hann fari til PSG og þá vill það einnig fá franska vængmanninn Desire Doue frá Rennes.

PSG er þá að selja úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte til Manchester United og er þá mikill áhugi á hollenska leikmanninum Xavi Simons.

Framtíð Simons er óljós en Arsenal, Bayern München og Leipzig vilja öll fá hann. Simons var á láni hjá Leipzig á síðustu leiktíð þar sem hann kom að 25 mörkum í 43 leikjum. Hann var þá einn besti maður Hollendinga á EM, með þrjár stoðsendingar og eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner