Marseille hefur náð samkomulagi við Tottenham um kaup á danska miðjumanninum Pierre-Emile Höjbjerg.
Kaupverðið er talið vera um 15 milljónir evra og gæti hækkað upp í 20 milljónir evra.
Tottenham var tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.
Höjbjerg hefur rætt við Roberto de Zerbi stjóra Marseille og það er bara tímaspursmál hvenær þessi skipti verða staðfest.
Athugasemdir