Antony, leikmaður Manchester United á Englandi, hefur ekki áhuga á því að yfirgefa félagið í sumarglugganum en þetta staðfestir umboðsmaður hans Junior Pedroso.
Enskur miðlarnir hafa síðustu daga greint frá því að United sé reiðubúið að leyfa brasilíska leikmanninum að fara á láni í annað félag.
Daily Mail segir hann vera einn af sjö leikmönnum United sem United er til í að losa sig við í sumar.
Það er hins vegar ekki í áætlunum Antony. Hann ætlar að vera áfram hjá United á komandi leiktíð.
„Ég sé fréttir um að Antony gæti yfirgefið Manchester United á láni. Áætlun Antony er skýr og það er að vera áfram hjá United. Hann vill vera áfram og öll einbeiting hans er þar. Við höfum þegar talað við félagið um það,“ sagði Pedroso
Athugasemdir