Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fös 21. október 2022 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist hafa verið á sama dimma stað og Jóhann Berg
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vincent Kompany, stjóri Burnley, segist geta tengt vel við það hvernig Jóhanni Berg Guðmundssyni hefur liðið síðustu árin.

Jóhann Berg hefur verið mikið frá vegna meiðsla og lítið náð að beita sér síðustu árin.

Jóhann Berg skoraði sitt fyrsta mark í 20 mánuði þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli gegn Birmingham fyrr í þessari viku.

„Ég er ánægður með hann því ég hef verið á nákvæmlega sama stað," sagði Kompany á fréttamannafundi í dag. Belginn gerði á sínum tíma garðinn frægann með Manchester City.

„Ég veit hversu dimmur staður þetta getur verið fyrir atvinnumann sem er með eins mikla hæfileika og hann. Ég skil stöðu hans því ég hef verið í sömu stöðu. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd."

Kompany tók við Burnley fyrir tímabil og er með liðið í toppbaráttu í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner