Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
banner
   lau 19. október 2024 17:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur heimsótti FH á Kaplakrikavöll í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Mjög svekkjandi og mjög súr tilfinning. Reyndar ekki í fyrsta skipti í sumar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að við erum að fá mark svona í blálokin eftir að hafa haft öll þrjú stigin í hendinni og góða stjórn á leiknum." Sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir leikinn.

„Það var ekkert að gerast í seinni hálfleik til að FH jafni en svona bara er þetta. Þegar reynir á þá eru alvöru sigurvegarar sem að standa upp eftir höggið sem var núna og bíða bara eftir að spila síðasta leik á móti ÍA næstu helgi og vinna leikinn og tryggja evrópusæti." 

Saga Vals í sumar hefur verið svolítið stöngin út en þeir klikkuðu á víti alveg í restina sem hefði tryggt sigurinn. 

„Já undanfarnar vikur hafa verið mjög erfiðar. Það hefur allskonar verið að ganga á móti okkur en eins og ég segi þá bæði vítaspyrnan og leikurinn í dag sem fer ekki í sigur en átti að vera sigur og það bara reynir á. Það er auðvelt að koma með hausinn undir hendinni og vorkenna sjálfum sér en það er vika eftir og alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann og sýna alvöru karakter í síðasta leik og vinna leikinn fyrir sína stuðningsmenn og klúbbinn og við ætlum að gera það." 

Það hefur verið mikil umræða og umfjöllun um framtíð bæði Tufa og Gylfa Þórs síðustu vikur en Tufa segir þá umfjöllun þó ekki vera truflandi. 

„Nei það er ekki að trufla neitt. Ég veit að ég og þessir strákar erum að gefa allt í þetta og leggja sig gríðarlega mikið fram á erfiðum tíma þegar við erum að missa fimm, sex eða sjö leikmenn milli leikja og erum aldrei að ná alvöru æfingarviku en við sýndum bæði í dag og síðustu leikjum gegn Víking og Breiðablik sem eru tvö bestu liðin í ár að jafnvel þó að það vanti menn þá erum við að standa saman og berjast alveg fram að enda til að vinna leiki og tryggja evrópusæti sem er gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn." 

Nánar er rætt við Srdjan Tufegdzic í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 18 5 3 68 - 30 +38 59
2.    Breiðablik 26 18 5 3 60 - 31 +29 59
3.    Valur 26 11 8 7 60 - 41 +19 41
4.    Stjarnan 26 11 6 9 48 - 41 +7 39
5.    ÍA 26 11 4 11 48 - 41 +7 37
6.    FH 26 9 7 10 41 - 47 -6 34
Athugasemdir
banner
banner