Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fös 22. apríl 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Lið sem er svolítið óskrifað blað og fáir þekkja mikið til"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst ekki á það en spáin kemur svo sem ekki mikið á óvart. Við erum nýliðar í deildinni og höfum kannski ekki sótt stór nöfn á innlenda leikmannamarkaðnum. Við erum með lið sem ég held að sé svolítið óskrifað blað og fáir þekkja mikið til. Spáin ber þess vitni að við eigum eitthvað að sanna," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, en KR er spáð falli úr Bestu deild kvenna í sumar.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 9. sæti

„Mér líst vel á hópinn, hann gæti verið breiðari. Við erum ekki með stærsta hópinn í deildinni en við erum með mjög góðan kjarna og góðan hóp. Seinni hluti undirbúningstímabilsins hefur verið stígandi í liðinu og mér finnst margir leikmenn hafa vaxið verulega í vetur. Ég er spenntur fyrir komandi sumri."

Kalli segir að það þurfi ekki að koma á óvart ef það detti inn 1-2 ný nöfn í leikmannahóp KR fyrir gluggalok. „Við sjáum að við þurfum að fara inn í hópinn með aðeins stærri hóp."

„Okkar markmið er bara að festa okkur í efstu deild. KR er stór klúbbur með langa hefð og langa sögu. Við viljum lyfta okkur þangað sem við teljum okkur eiga heima. Það þarf að hafa fyrir því en við ætlum upp fyrir þessa spá og helst gera töluvert betur," sagði Kalli.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner
banner