„Mér líst ekki á það en spáin kemur svo sem ekki mikið á óvart. Við erum nýliðar í deildinni og höfum kannski ekki sótt stór nöfn á innlenda leikmannamarkaðnum. Við erum með lið sem ég held að sé svolítið óskrifað blað og fáir þekkja mikið til. Spáin ber þess vitni að við eigum eitthvað að sanna," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, en KR er spáð falli úr Bestu deild kvenna í sumar.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 9. sæti
„Mér líst vel á hópinn, hann gæti verið breiðari. Við erum ekki með stærsta hópinn í deildinni en við erum með mjög góðan kjarna og góðan hóp. Seinni hluti undirbúningstímabilsins hefur verið stígandi í liðinu og mér finnst margir leikmenn hafa vaxið verulega í vetur. Ég er spenntur fyrir komandi sumri."
Kalli segir að það þurfi ekki að koma á óvart ef það detti inn 1-2 ný nöfn í leikmannahóp KR fyrir gluggalok. „Við sjáum að við þurfum að fara inn í hópinn með aðeins stærri hóp."
„Okkar markmið er bara að festa okkur í efstu deild. KR er stór klúbbur með langa hefð og langa sögu. Við viljum lyfta okkur þangað sem við teljum okkur eiga heima. Það þarf að hafa fyrir því en við ætlum upp fyrir þessa spá og helst gera töluvert betur," sagði Kalli.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir