Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 19:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
3. deild: Dalvík/Reynir á toppnum - Sjúkraþjálfarinn fékk rautt
Þeir Nökkvi og Þorri skoruðu sitt hvort markið í leiknum.
Þeir Nökkvi og Þorri skoruðu sitt hvort markið í leiknum.
Mynd: dalviksport.is
Dalvík/Reynir 2-0 Sindri
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('70)
2-0 Þorri Mar Þórisson ('76)

Einn leikur var á dagskrá í 3. deild karla þar sem toppbaráttulið Dalvíkur/Reynis tók á móti botnliði Sindra.

Lið Sindra barðist hetjulega í leiknum og það var ekki fyrr en á 70. mínútu sem Dalvík/Reyni tókst að skora, þar var að verki Nökkvi Þeyr. Þorri Mar gerði svo út um leikinn sex mínútum síðar.

Dalvík/Reynir er á toppnum eftir leikinn með þremur stigum meira en KH. Sindri er á botninum, með sjö stig eftir 11. umferðir.

Hressandi atvik kom upp í leiknum þar sem leikmaður Dalvík/Reynis var tæklaður af aftasta varnarmanni Sindra en ekkert var dæmt. Sjúkraþjálfari Dalvíkur/Reynis var allt annað en sáttur við dóminn og ákvað að kíkja inn á völlinn og ræða við dómarann. Uppskar hann beint rautt spjald fyrir.

Frá þessu greinir blaðamaðurinn Jóhann Óli Eiðsson á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner