Al-Ittihad ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og vill krækja í nýjan markvörð. Brasilíski markvörðurinn Ederson er efstur á óskalistanum, en Al-Ittihad verður þá annað sádi-arabíska félagið sem reynir við hann í sumar.
Al-Nassr reyndi við Ederson fyrr í sumar en gafst upp vegna alltof hás kaupverðs. Ederson er samningsbundinn ensku risunum í Manchester City næstu tvö árin og vilja Englandsmeistararnir rúmlega 40 milljónir punda fyrir markvörðinn sinn.
Ederson er 30 ára gamall og hefur spilað yfir 300 leiki fyrir Man City og unnið ógrynni titla í leiðinni.
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Ederson hafi samþykkt bæði samningstilboðin frá Sádi-Arabíu. Framtíð hans veltur á kaupviðræðunum á milli Man City og Al-Ittihad.
Athugasemdir