Ipswich Town er í viðræðum við Blackburn Rovers um kaup á sóknarmanninum Sammie Szmodics,
Þetta kemur fram á Sky Sports.
Þetta kemur fram á Sky Sports.
Blackburn gekk illa á síðasta tímabili og endaði að lokum þremur sætum frá fallsvæðinu. En Szmodics var mjög öflugur og endaði markahæstur í deildinni.
Szmodics skoraði 27 mörk í 44 deildarleikjum en næst markahæsti leikmaður deildarinnar var með 21 mark.
Það er talið að Blackburn verðmeti Szmodics á 15-20 milljónir punda en það eru núna viðræður í gangi um mögulega sölu hans til Ipswich.
Ipswich komust upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili með því að enda í öðru sæti í Championship.
Szmodics er 28 ára gamall írskur landsliðsmaður sem hefur leikið með Blackburn frá 2022 en áður var hann hjá Peterborough.
Athugasemdir