Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Gallagher bjargaði stigi gegn Rayo Vallecano
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rayo Vallecano 1 - 1 Atletico Madrid
1-0 Isi Palazon ('35 )
1-1 Conor Gallagher ('49 )

Rayo Vallecano tók á móti Atlético Madrid í lokaleik dagsins í efstu deild spænska boltans og úr varð hörkuslagur.

Heimamenn í Vallecas voru sterkari í fyrri hálfleik og verðskulduðu að taka forystuna þegar Isi Palazón skoraði á 35. mínútu eftir undirbúning frá Andrei Ratiu.

César Azpilicueta þurfti að fara meiddur af velli skömmu fyrir leikhlé og gerði Diego Simeone tvöfalda skiptingu þar að auki í hálfleik, þar sem Antoine Griezmann og Ángel Correa komu inn af bekknum.

Atlético jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks þegar enski miðjumaðurinn Conor Gallagher skoraði eftir undirbúning frá norska tröllinu Alexander Sörloth.

Það ríkti mikið jafnræði með liðunum í síðari hálfleik þar sem lítið var um marktækifæri. Bæði lið fengu þó færi til að skora en tókst ekki og urðu lokatölur 1-1.

Atlético er enn taplaust eftir þetta jafntefli, í fjórða sæti með 12 stig eftir 6 umferðir.

Vallecano er með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner