Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: AC Milan vann slaginn gegn Inter
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Inter 1 - 2 Milan
0-1 Christian Pulisic ('10)
1-1 Federico Dimarco ('27)
1-2 Matteo Gabbia ('89)

Inter og AC Milan áttust við í spennandi nágrannaslag í lokaleik dagsins í ítalska boltanum.

Milan byrjaði leikinn af krafti og skoraði Christian Pulisic eftir tíu mínútur. Pulisic gerði frábærlega að keyra í gegnum vörn Inter einn síns liðs og skora.

Ítalíumeistararnir svöruðu fyrir sig með marki frá vængbakverðinum Federico Dimarco, eftir laglegan undirbúning frá Lautaro Martinez.

Inter var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en skapaði ekki góð færi og var staðan 1-1 í leikhlé.

Milan tók völdin í seinni hálfleik og breytti þreföld skipting frá Simone Inzaghi á 63. mínútu ekki gangi leiksins.

Yann Sommer varði nokkrum sinnum meistaralega til að halda stöðunni jafnri, en honum tókst ekki að stöðva frábæran skalla frá Matteo Gabbia eftir aukaspyrnu Tijjani Reijnders.

Milan skoraði verðskuldað sigurmark á lokamínútunum og eru nágrannaliðin frá Mílanó jöfn með 8 stig eftir 5 umferðir á nýju deildartímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner