Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Magnað afrek hjá tíu leikmönnum Marseille
Mynd: Lyon
Mynd: Marseille
Mynd: EPA
Það fóru fimm leikir fram í efstu deild franska boltans í dag, þar sem AS Mónakó jafnaði stórveldi Paris Saint-Germain á toppi deildarinnar með 3-1 sigri gegn Le Havre.

Folarin Balogun, sem er uppalinn hjá Arsenal, skoraði þriðja markið í sigrinum og átti hinn bráðefnilegi George Ilenikhena stoðsendinguna.

Mónakó er því komið með 13 stig eftir 5 umferðir, alveg eins og Marseille sem heimsótti Lyon í lokaleik dagsins.

Gestirnir frá Marseille misstu Leonardo Balerdi af velli með tvö gul spjöld eftir aðeins fimm mínútna leik og þurftu því að spila allan leikinn einum leikmanni færri.

Heimamenn í liði Lyon voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og óheppnir að skora ekki, en Marseille varðist þó vel og fékk sín færi. Alexandre Lacazette komst næst því að skora en brást bogalistin á vítapunktinum seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Staðan var því enn markalaus en seinni hálfleikurinn var aðeins jafnari og tókst Marseille að nýta nánast hvert einasta marktækifæri.

Króatíski landsliðsmaðurinn Duje Caleta-Car kom Lyon yfir snemma í síðari hálfleik en tíu leikmenn Marseille náðu að snúa stöðunni sér í vil. Spænski varnarmaðurinn Pol Lirola skoraði og lagði upp til að snúa stöðunni við en Rayan Cherki gerði jöfnunarmark fyrir Lyon á 94. mínútu.

Cherki var ánægður með markið og reif sig úr treyjunni í fagnaðarlátunum og fékk gult spjald að launum, en gleðin entist aðeins í stutta stund því næst var komið að Jonathan Rowe.

Rowe, sem var fenginn til Marseille frá Norwich í sumar, kom inn af bekknum á 79. mínútu fyrir Mason Greenwood og gerði hann ótrúlega dramatískt sigurmark á 95. mínútu eftir magnað einstaklingsframtak. Hann tryggði Marseille þar með afar dýrmæt stig í toppbaráttunni.

Sjáðu stórfenglegt sigurmark Jonathan Rowe

Lyon hefur farið illa af stað í haust og er aðeins með fjögur stig eftir fimm fyrstu umferðirnar.

Brest og Montpellier unnu einnig í dag á meðan Angers gerði jafntefli við Nantes.

Lyon 2 - 3 Marseille
1-0 Duje Caleta-Car ('53)
1-1 Pol Lirola ('69)
1-2 Ulisses Garcia ('82)
2-2 Rayan Cherki ('93)
2-3 Jonathan Rowe ('95)
Rautt spjald: Leonardo Balerdi, Marseille ('5)

Monaco 3 - 1 Le Havre

Angers 1 - 1 Nantes

Brest 2 - 0 Toulouse

Montpellier 3 - 2 Auxerre

Athugasemdir
banner
banner