Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   þri 22. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: HK 
Eysteinn Húni tekur við yngri flokkum HK
Mynd: HK
Eysteinn Húni Hauksson er tekinn við sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum HK eftir að Ragnar Gíslason sagði starfi sínu lausu fyrr í haust.

Eysteinn býr yfir gríðarlega mikilli reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa meðal annars starfað við þjálfun hjá yngri flokkum Keflavíkur, Grindavíkur, ÍBV og Vals, auk þess að sinna kennslu á þjálfaranámskeiðum fyrir KSÍ.

Hann hefur verið aðal- og aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Keflavíkur og stýrði liðinu meðal annars í efstu deild karla.

Eysteinn, sem er uppalinn Austfirðingur og hefur starfað hjá Hetti á ferlinum, hefur KSÍ PRO þjálfaragráðu sem er sú hæsta sem er í boði í Evrópu.

„Við viljum nýta tækifærið og þakka Ragnari kærlega fyrir frábært starf í þágu knattspyrnudeildar HK en hann hefur sinnt starfinu af miklum sóma og kostgæfni. Vonir standa til að sjá hann áfram á hliðarlínunni en mikil áhersla er á að klára þjálfaramál deildarinnar sem allra fyrst. Ragnar verður Eysteini til halds og trausts fyrstu vikur starfsins og með því erum við þess fullviss að geta lokað þeim málum sem liggja fyrir þessa stundina," segir meðal annars í tilkynningu á vefsíðu HK.
Athugasemdir
banner