Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   þri 22. október 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Úrslitaleikurinn frá því í fyrra endurtekinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í dag og í kvöld þegar þriðja umferð fer af stað.

AC Milan og Mónakó byrja daginn á heimaleikjum gegn Club Brugge og Crvena zvezda. Þar fær Milan tækifæri til að ná í sín fyrstu stig á meðan Mónakó getur blandað sér í baráttuna um átta efstu sætin eftir óvæntan sigur gegn Barcelona í síðustu umferð.

Ensku úrvalsdeildarfélögin Arsenal og Aston Villa eiga svo heimaleiki gegn Shakhtar Donetsk og Bologna í kvöld, þar sem Aston Villa getur orðið eitt af fyrstu liðum keppninnar til að vera með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Villa mætir þó sterkum andstæðingum úr ítölsku deildinni, en Bologna er aðeins komið með eitt stig eftir markalaust jafntefli við Shakhtar og tap gegn Liverpool í fyrstu umferðunum.

Ríkjandi meistarar Real Madrid taka svo á móti Borussia Dortmund í risaslag, þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar frá því í sumar er endurtekinn. Real Madrid hafði betur á síðustu leiktíð og vann 2-0 sigur eftir jafnan og skemmtilegan úrslitaleik.

Franska stórveldið PSG fær þá PSV í heimsókn frá Eindhoven á meðan Juventus tekur á móti Stuttgart í afar áhugaverðum slag.

Leikir dagsins
16:45 Milan - Club Brugge
16:45 Mónakó - Crvena zvezda
19:00 Aston Villa - Bologna
19:00 Girona - Slovan Bratislava
19:00 Juventus - Stuttgart
19:00 PSG - PSV
19:00 Sturm Graz - Sporting CP
19:00 Arsenal - Shakhtar Donetsk
19:00 Real Madrid - Dortmund
Athugasemdir
banner
banner