Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 22. október 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Michael ekki áfram hjá Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða miklar breytingar á þjálfarateymi Fylkis á næsta tímabili. Þegar hefur verið greint frá því að þeir Rúnar Páll Sigmundssn, núverandi þjálfari liðsins, og Brynjar Björn Gunnarsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins, verða ekki áfram. Búið er að tilkynna að Árni Freyr Guðnason tekur við sem þjálfari liðsins eftir að þessu tímabili lýkur.

Annar meðlimur í þjálfarateymi liðsins, Michael John Kingdon, verður ekki heldur áfram. Hann hefur verið leikgreinandi liðsins og einnig aðstoðað við þjálfunina. Hann hefur verið í því hlutverki frá því að Rúnar Páll tók við haustið 2022.

Síðustu fjögur ár hefur hann verið þjálfari 2. flokks hjá Fylki. Hann hefur einnig leikgreint fyrir yngri landslið Íslands.

Michael er 26 ára og er með UEFA A þjálfaragráðuna.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa önnur félög í Bestu deildinni verið í sambandi við Michael um að taka við starfi hjá þeim.


Athugasemdir
banner
banner
banner