Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kroos: Erfiðast að segja syni mínum og Ancelotti frá
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos lagði skóna á hilluna í sumar þrátt fyrir að hafa verið mikilvægur hlekkur í ógnarsterku liði Real Madrid sem vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Kroos er 34 ára gamall og var Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, ekki sammála því að hann ætti að hætta í fótbolta.

Ancelotti er elskaður og dáður af leikmönnum Real Madrid sem líta margir á hann sem föðurímynd og er Kroos einn af þeim.

„Það erfiðasta við að leggja skóna á hilluna var að segja syni mínum frá því, og Carlo (Ancelotti). Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig," sagði Kroos meðal annars í viðtali við Marca í gær.

„Ég virkilega elska Real Madrid, ég finn fyrir virkilega djúpri ást fyrir þessu félagi. Hérna hefur mér alltaf liðið vel, allt frá fyrsta andartakinu. Ég elska félagið, starfsteymið og stuðningsfólkið, stuðningurinn sem ég fann frá þessum aðilum veitti mér sjálfstraustið sem ég þurfti til að skila mínu á vellinum.

„Félagið og Carlo höfðu trú á mér alla leið og studdu þétt við bakið á mér þegar gekk ekki nógu vel."

Athugasemdir
banner
banner