Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Glasner ætlar að knúsa Henderson frekar en að sparka í hann
Mynd: EPA
Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, svaraði spurningum eftir tap liðsins á útivelli gegn Nottingham Forest í gærkvöldi.

Leikurinn var afar jafn þar sem bæði lið fengu fín færi til að skora en að lokum réði mark frá Chris Wood úrslitum. Markið skrifast á Dean Henderson, markvörð Palace, sem átti að gera betur og koma í veg fyrir að boltinn færi í netið.

Glasner var spurður út í mistökin að leikslokum.

„Núna er rétti tíminn til að knúsa leikmenn, ekki til að sparka í þá. Við þurfum á sjálfstrausti að halda, þetta er mjög erfiður kafli fyrir okkur sem fótboltalið," sagði Glasner.

„Það er mikilvægt að leikmenn haldi haus og undirbúi sig fyrir næsta leik. Við þurfum að styðja við bakið á hvorum öðrum og leggja mikla vinnu á okkur þar til okkur tekst að snúa þessu við. Við höfum ekki verið að spila besta fótboltann en allir þessir leikir hafa samt verið ótrúlega jafnir. Í dag fengum við flott færi og skutum tvisvar sinnum í tréverkið.

„Ég tel vandamálin okkar ekki vera taktísk. Við erum oft að komast í góðar sóknarstöður en svo taka leikmenn rangar ákvarðanir á ögurstundu. Það gerist útaf því að það vantar sjálfstraust í strákana. Við erum allir mennskir."


Palace er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni sem stendur, með 3 stig eftir 8 umferðir. Stigin komu öll úr jafnteflisleikjum og því á Palace enn eftir að vinna deildarleik á tímabilinu, eftir sigra gegn Norwich og QPR í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner