Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Unai Emery vill berjast um titla
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Unai Emery er að gera frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Aston Villa og mun stýra liðinu á heimavelli gegn Bologna í kvöld.

Aston Villa mætir þar til leiks í þriðju umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa sigrað tvo fyrstu leikina sína án þess að fá á sig mark.

Magnað afrek hjá Aston Villa, sem lagði þýska stórveldið FC Bayern að velli í fyrstu umferð áður en liðið heimsótti Young Boys til Sviss og skóp þægilegan sigur.

Emery tók við Aston Villa fyrir tveimur árum síðan þegar liðið var í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tekist að gjörsnúa slöku gengi við á stuttum tíma.

„Ég vil ekki eyða tímanum mínum hérna og þess vegna erum við með háleit markmið. Eitt af þessum markmiðum er að taka alltaf þátt í Meistaradeildinni. Við þurfum að sanna að þetta voru ekki mistök á síðustu leiktíð," sagði Emery á fréttamannafundi í gær.

„Við verðum að hafa trú á verkefninu, við verðum að hafa trú að við getum afrekað eitthvað og komið fólki á óvart. Við viljum berjast um titla. Við getum náð nýjum hæðum og skrifað mikilvægan kafla í sögu félagsins."
Athugasemdir
banner