Skoski framherjinn Che Adams hefur gengið í raðir ítalska félagsins Torino á frjálsri sölu. Þessi 28 ára leikmaður yfirgaf Southampton í sumar, þegar samningur hans rann út.
Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Torino.
Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Torino.
Adams sem gekk í raðir Southampton 2019 hjálpaði Russell Martin og hans liði að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili, með því að skora sextán mörk í Championship-deildinni.
Sóknarmaðurinn lék í öllum þremur leikjum Skotlands á EM í Þýskalandi.
Torino hafnaði í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.
Ché is here ???????????????????????????? pic.twitter.com/gDub5GD2ku
— Torino Football Club (@TorinoFC_1906) July 23, 2024
Athugasemdir