Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 23. júlí 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Che Adams til Torino (Staðfest)
Mynd: EPA
Skoski framherjinn Che Adams hefur gengið í raðir ítalska félagsins Torino á frjálsri sölu. Þessi 28 ára leikmaður yfirgaf Southampton í sumar, þegar samningur hans rann út.

Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Torino.

Adams sem gekk í raðir Southampton 2019 hjálpaði Russell Martin og hans liði að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili, með því að skora sextán mörk í Championship-deildinni.

Sóknarmaðurinn lék í öllum þremur leikjum Skotlands á EM í Þýskalandi.

Torino hafnaði í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner