Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea eltist við skandinavíska markmenn
Jörgensen fékk 63 mörk á sig í 36 deildarleikjum á sínu fyrsta deildartímabili á milli stanga Villarreal.
Jörgensen fékk 63 mörk á sig í 36 deildarleikjum á sínu fyrsta deildartímabili á milli stanga Villarreal.
Mynd: EPA
Chelsea er í leit að markverði til að auka samkeppnina um byrjunarliðsstöðu og hafa tveir skandinavískir leikmenn verið nefndir til sögunnar.

Annar þeirra er Filip Jörgensen, sem er hálfur Dani og halfur Svíi og leikur með Villarreal á Spáni.

Chelsea er í viðræðum við Jörgensen, sem er 22 ára, um samningsmál en ekki búist er við að Villarreal muni heimta sérlega háa upphæð fyrir.

Jörgensen var fenginn til Villarreal í fyrra en átti ekki sérlega gott fyrsta tímabil á milli stanga félagsins. Chelsea hefur þrátt fyrir það áhuga á honum.

Jörgensen er einn af nokkrum markvörðum sem eru undir smásjá Chelsea í sumar ásamt Mads Hermansen, dönskum markverði Leicester City.
Athugasemdir