Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR kaupir Önnu Maríu frá Fjölni (Staðfest)
Anna María Bergþórsdóttir.
Anna María Bergþórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur keypt sóknarmanninn Önnu Maríu Bergþórsdóttir frá Fjölni en bæði þessi félög eru í 2. deild kvenna.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er kaupverðið í kringum 500 þúsund krónur.

Anna María, sem er fædd árið 2003, ólst upp hjá Selfossi og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokki en hún hefur leikið með Fjölni frá 2022.

Í fyrra skoraði hún sjö mörk í 19 deildarleikjum en í ár hefur hún skorað sex mörk í átta deildarleikjum.

KR er að berjast á toppnum í 2. deildinni en liðið er sem stendur í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Völsungi og Haukum sem eru í efstu tveimur sætunum. Fjölnir er í sjötta sæti, sjö stigum á eftir KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner