Þýska félagið RB Leipzig býst við því að landa Xavi Simons á lánssamningi frá Paris Saint-Germain annað árið í röð.
Xavi var lykilmaður í liði Leipzig á síðustu leiktíð og verður hann lánaður aftur út í sumar. PSG vill ekki selja þennan öfluga sóknarleikmann og því verður ekki kaupmöguleiki með í lánssamningnum.
FC Bayern, Manchester United og fleiri félög hafa sýnt Xavi mikinn áhuga í sumar en nú er útlit fyrir að leikmaðurinn sé búinn að velja að fara aftur til Leipzig.
Xavi er 21 árs gamall og er með þrjú ár eftir af samningi sínum við PSG.
Hann skoraði 10 mörk og gaf 15 stoðsendingar í 43 leikjum með Leipzig á síðustu leiktíð.
Athugasemdir