Pólski landsliðsframherjinn Arkadusz Milik er í dag orðaður við ensku félögin Brentford og West Ham. Það er Tuttosport á Ítalíu sem vekur athygli á þessu. Everton er einnig sagt hafa áhuga á Milik sem er þrítugur.
Juventus keypti Milik frá Marseille síðasta sumar eftir að hann var hjá Juve á láni tímabilið á undan. Juventus er núna að leitast eftir því að selja leikmenn til að geta fjármagnað kaup á öðrum leikmönnum.
Juventus er sagt vilja fá 6-7 mlljónir evra fyrir Milik. Í 75 leikjum með Juve skoraði hann sautján mörk og átti stóran þátt í því að liðið varð bikarmeistari í vor.
Milik, sem er mikill markaskorari, hefur átt svolítið köflóttan feril; annað hvort er allt í gangi eða nokkuð rólegt. Hann skaust fyrst almennilega fram á sjónarsviðið tímabilið 2015-16 þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Aja. Hann fór svo til Napoli en náði ekki að stimpla sig inn fyrr en á þriðja tímabili þar þegar hann skoraði 20 mörk í 47 leikjum.
Honum gekk svo mjög vel hjá Marseille þar sem hann skoraði 30 mörk í 55 leikjum sem heillaði Juventus. Milik missti af EM í sumar vegna ökklameiðsla.
Athugasemdir