West Ham United ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og vantar félaginu sárlega hægri bakvörð. Þar hafa ýmsir menn verið nefndir til sögunnar og er Noussair Mazraoui leikmaður FC Bayern ofarlega á lista.
West Ham er í viðræðum við Bayern um Mazraoui þar sem enska félagið vill krækja í þennan sókndjarfa leikmann.
Mazraoui er 26 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern, þar sem hann er þó ekki með fast sæti í byrjunarliðinu.
Þessi landsliðsmaður Marokkó er tilbúinn til að skipta um félag, en hann er ekki eini bakvörðurinn sem er á óskalista West Ham. Félagið er einnig hrifið af Kyle Walker-Peters hjá Southampton og Aaron Wan-Bissaka hjá Manchester United.
West Ham er heldur ekki eina félagið sem er að skoða Mazraoui í sumar því Manchester United hefur einnig áhuga.
Athugasemdir