Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 14:20
Aksentije Milisic
Argentínumenn halda áfram að meiðast fyrir HM
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Leikmenn eru margir hverjir byrjaðir að meiðast og ljóst er að það muni vanta töluvert af öflugum leikmönnum á HM í Katar sem hefst í næsta mánuði.


Argentína er að fá að finna fyrir því að undanförnu en leikmenn í landsliði þeirra eru nú að meiðast á versta tíma.

Paulo Dybala tognaði illa fyrir tveimur vikum í leik með AS Roma og er enn óljóst hvort hann verði klár í slaginn í Katar.

Leikmenn Juventus, Angel Di Maria og Leandro Paredes eru báðir meiddir en þó er talið að Di Maria ætti að vera klár í slaginn í Katar ef það kemur ekki neitt bakslag.

Nýjasti leikmaður landsliðsins til að meiðast er vængmaður Fiorentina, Nico Gonzalez.

Hann meiddist í gær í ótrúlegum leik Fiorentina og Inter sem endaði 3-4. Hann á við vöðvameiðsli að stríða eins og svo margir leikmenn í Evrópuboltanum í dag.

Lionel Messi, leikmaður PSG, tjáði sig aðeins um þetta á dögunum en hann segist vera mjög hræddur við það að missa af HM. Hann var meiddur á kálfa um daginn en er heill heilsu í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner