Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Atletico neitar að selja Samuel Lino
Mynd: EPA

Valencia hefur mikinn áhuga á að kaupa brasilíska kantmanninn Samuel Lino sem er hjá félaginu á láni frá Atletico Madrid.


Miguel Angel Corona, yfirmaður fótboltamála hjá Valencia, segir að Atletico harðneiti að ræða um að selja leikmanninn.

Lino er 22 ára gamall og hefur skorað eitt mark í tíu fyrstu deildarleikjunum með Valencia. Hann var hjá Gil Vicente í Portúgal og skoraði 27 mörk í 95 leikjum þar til Atletico keypti hann í sumar.

„Samuel Lino? Atletico Madrid lítur á hann sem mikilvægan leikmann. Þeir vilja ekki einu sinni hugsa um að hefja viðræður við okkur um félagsskipti," sagði Corona.

Atletico borgaði aðeins 6,5 milljónir evra til að kaupa Lino í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner