Stjarnan 0 - 3 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('38 )
0-2 Jakob Snær Árnason ('55 )
0-3 Björn Berg Bryde ('74 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Daníel Laxdal , Stjarnan ('45)
Stjarnan og KA áttust við í efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld en KA menn fóru með öruggan sigur af hólmi.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir í fyrri hálfleik en það sauð upp úr í uppbótartíma fyrri hálfleiksins sem endaði með því að Daníel Laxdal leikmaður Stjörnunnar fékk að líta rauða spjaldið.
Jakob Snær Árnason bætti öðru marki við snemma í síðari hálfleik eftir frábæra sendingu frá Dusan Brkovic.
KA var mun líklegra til að bæta við heldur en Stjarnan að minnka muninn. Það kom á daginn að KA skoraði þriðja markið, Hallgrímur Mar tók hornspyrnu sem Björn Berg Bryde skallaði í eigið mark á einhvern ótrúlegan hátt.
KA er því með þriggja stiga forystu á Víking í baráttunni um 2. sætið en Víkingur á heimaleik gegn KR á morgun.
Keflavík sem er í efsta sæti í neðri hlutanum er með fleiri stig en Stjarnan sem er í neðsta sæti efri hlutans.
Myndband af slagsmálunum í leiknum má sjá hér fyrir neðan.
— Sportið á Vísi (@VisirSport) October 23, 2022

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |