Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 13:09
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Fram og FH: Markmannsskipting hjá FH
Gunnar byrjar í dag.
Gunnar byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Það fer fram einn leikur í neðri helming Bestu deildar karla í dag en þá mætast Fram og FH í Úlfarsárdal.


Liðin eru í níunda og tíunda sæti deildarinnar en ef FH nær jafntefli í dag þá er liðið endanlega búið að gulltryggja sætið sitt í deildinni. Sætið er nú þegar svo gott sem öruggt en liðið er með miklu betri markahlutfall heldur en ÍA sem er í sætinu fyrir neðan.

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, gerir eina breytingu frá tapleiknum gegn ÍBV í síðasta leik. Jesús Yendis dettur út og inn kemur Óskar Jónsson.

Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá sigurleiknum magnaða gegn Keflavík.


Matthías Vilhjálmsson, Gunnar Nielsen og Vuk Óskar koma inn en út fara Atli Gunnar Guðmundsson, Davíð Snær Jóhannsson og Úlfur Ágúst Björnsson.

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Fred Saraiva
11. Almarr Ormarsson
22. Óskar Jónsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
20. Tryggvi Snær Geirsson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
77. Guðmundur Magnússon
79. Jannik Pohl

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson (f)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
10. Björn Daníel Sverrisson
9. Matthías Vilhjálmsson
16. Guðmundur Kristjánsson
20. Finnur Orri Margeirsson
22. Oliver Heiðarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Óskar


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner