KA er marki yfir gegn Stjörnunni í Garðabæ í Bestu deildinni í hálfleik en það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði markið.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 3 KA
Það varð allt vitlaust í uppbótartíma þegar Daníel Laxdal tók Elfar Árna hálstaki.
„Það verður allt gjörsamlega vitlaust hérna! Eftir brot á Ásgeiri þá brjótast eiginlega bara út slagsmál, menn byrja ýta hvor öðrum og Daníel tekur í hálsinn á Elfari og ýtir honum niður." Skrifar Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu leiksins.
Þórarinn Ingi Valdimarsson uppskar einnig gult spjald eftir lætin en Gummi Ben sagði í útsendingunni á stöð 2 Sport að svona tíu leikmenn hefðu getað verið spjaldaðir.
Athugasemdir