Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 17:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hasenhuttl: Vorum með þá í köðlunum
Mynd: EPA

Southampton náði í jafntefli gegn toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Granit Xhaka kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik en Stuart Armstrong jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Við sýndum hversu góðir við erum í síðari hálfleik. Við vorum heppnir að vera aðeins marki undir í fyrri hálfleik, á meðan maður er bara marki undir er maður enn inn í leiknum," sagði Ralph Hasenhuttl stjóri liðsins eftir leikinn.

Hasenhuttl hefði gjarnan viljað taka öll stigin.

„Svo sérðu hvað gerist þegar maður trúir og setur mikla ástríðu í þetta. Það var magnað að sjá viðsnúninginn og hugarfarið. Við vorum með þá í köðlunum í lokin. Við hefðum getað unnið en ég held að það hefði ekki verið sanngjarnt þó ég vil alltaf vinna en það hefði ekki verið sanngjarnt," sagði Hasenhuttl.


Athugasemdir
banner
banner
banner