Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ings: Skulduðum stuðningsmönnunum frammistöðu og úrslit
Mynd: EPA

Danny Ings skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Aston Villa gegn Brentford í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Steven Gerrard var rekinn frá félaginu.


„Við skulduðum stuðningsmönnunum þessa frammistöðu og úrslit. Þú sérð venjulega góð viðbrögð hjá liðum þegar eitthvað svona gerist eins og þessa vikuna þegar stjórinn fer," sagði Ings.

„Miðað við það sem við höfum í klefanum var þetta ekki nógu gott og hefur ekki verið í langan tíma."

Aston Villa er í 14. sæti deildarinnar með 12 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner