Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
María Rán fyrsta konan til að semja við Njarðvík
Mynd: Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur er búið að semja við Maríu Rán Ágústsdóttur en hún er 16 ára gömul og fyrsta fótboltakonan til að vera samningsbundin Njarðvík sem leikmaður.


María Rán hefur verið mikilvægur hlekkur og fyrirmynd í uppgangi kvennaboltans í yngri flokkum Njarðvíkum þar sem iðkendafjöldinn hefur snarhækkað á örfáum árum og eru nú meira en 100 stelpur sem æfa hjá félaginu.

„Njarðvíkingar geta klárlega glaðst yfir þessum tíðindum að samið hefur verið við fyrstu knattspyrnukonuna, vonandi fyrstu af mörgum," segir meðal annars í færslu frá félaginu.

Það verður spennandi að fylgjast með stelpunum sem koma upp úr unglingastarfinu hjá Njarðvík næstu árin og munu mynda efnilegan meistaraflokk.


Athugasemdir
banner
banner
banner