Liðið var marki yfir í hálfleik en Ben White lagði upp markið á Granit Xhaka. White var í viðtali hjá ViaPlay eftir leikinn en hann var ekki sáttur.
„Við héldum boltanum illa, unnum ekki einvígin, öfugt við fyrri hálfleikinn og þess vegna fór leikurinn svona. Við erum mennskir, þetta er erfitt," sagði White.
Hann var spurður út í markið.
„Auðvitað var geggjað að vera hluti af því en þetta snýst um liðið og því miður náðum við ekki sigri í dag," sagði White.
Lee Dixon fyrrum leikmanni Arsenal fannst þessi viðbrögð full dramatísk.
„Vá, töpuðu þeir 8-9? Já, þetta var full mikið. Honum líður eins og honum líður en mér finnst að þegar þú spilar svona eins og í seinni hálfleik verður þú að taka það á kassann og segja; Já, við spiluðum ekki vel, en það er bara næsti leikur.' Honum var mikið niðri fyrir er það ekki?" Sagði Dixon.