
Dalot, Cristiano, Kvaratskhelia, Jhon, Gerrard, Trossard, Bastoni og fleiri í slúðurpakkanum þennan sunnudaginn. BBC tók allt það helsta saman.
___________________________
Diogo Dalot, 23 ára gamall bakvörður Manchester United, er orðinn að skotmarki hjá Real Madrid. Félagið fylgist grannt með hans frammistöðum. (Mirror)
Chelsea hefur áhuga á að fá hinn 37 ára gamla Portúgala, Cristiano Ronaldo, til liðsins frá Manchester United í janúar glugganum. Ronaldo er klár í að taka á sig launalækkun og komast burt frá Old Trafford. (Sunday World)
Fyrrverandi fyrirliði Man Utd, Roy Keane, segir að leikmenn hafi gert miklu verri hluti hjá félaginu heldur en Cristiano Ronaldo gerði í leiknum gegn Tottenham Hotspur. (SkySports)
Það hefur ekkert félag sett sig í samband við Man Utd varðandi Cristiano Ronaldo þó að félagið er tilbúið að hleypa honum burt á frjálsri sölu. (ESPN)
Piers Morgan segir að Ronaldo hafi hafnað 130 milljóna punda tilboði frá Sádi Arabíu síðasta sumar. (Mail)
Manchester City fylgist vel með hinum 21 árs gamla leikmanni Napoli, Khvicha Kvaratskhelia, en Georgíumaðurinn hefur átt stórkostlegt tímabil til þessa. (Sun)
Darren Bent segir að Steven Gerrard geti verið einn af þeim sem taki við enska landsliðinu af Gareth Southgate en Southgate mun að öllum líkindum hætta með liðið eftir HM í Katar. (TalkSport)
Thomas Frank, stjóri Brentford, segir að hann eigi enn óklárað verk hjá félaginu en verið er að orða hann við starfið hjá Aston Villa. (Mail)
Manchester United hefur bæst í slaginn við Liverpool í baráttunni um Jhon Duran en hann er 18 ára gamall sóknarmaður Chicago Fire. (Sun)
WBA hefur rætt við fyrrverandi þjálfara Derby County, Liam Rosenior, um að taka tímabundið við liðinu. (Sun)
Newcastle United er reiðubúið til þess að eyða 25 milljónum punda í að fá Leandro Trossard (27) frá Brighton í janúar glugganum. (Talking Transfers)
Tottenham mun bjóða 43 milljónir punda í Alessandro Bastoni (23) varnarmann Inter Milan. (Inter Live)