Sara Dögg Ásþórsdóttir er búin að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Fylkis.
Nýi samningurinn gildir næstu tvö árin eða út keppnistímabilið 2024.
Sara Dögg er 18 ára miðjumaður sem ólst upp hjá Aftureldingu en hefur spilað yfir 25 keppnisleiki með meistaraflokki Fylkis á síðustu tveimur árum - auk þess að eiga 9 keppnisleiki að baki með yngri landsliðum Íslands.
Sara hefur meðal annars spilað tvo leiki með U18 og tvo leiki með U19 landsliðunum þrátt fyrir að vera fædd 2004.
„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Fylki.
Athugasemdir